Veitur og heilsa

Vatnaskil. Áhrif vatns- og fráveitu á heilsufar Reykvíkinga 1890-1940

Þessi rannsókn fjallar um mikilvægi vatns- og fráveitu fyrir heilsu Reykvíkinga.

Rakið er upphaf vatns- og fráveitu í Reykjavík og gerð grein fyrir hugmyndum lækna um tengsl vatnsskorts og óþrifnaðar við heilsufar og hvaða væntingar þeir höfðu til Vatnsveitu Reykjavíkur um aldamótin 1900. Meginþungi rannsóknarinnar er á að meta hver áhrif, fyrst og fremst, Vatnsveitu Reykjavíkur, en einnig fráveitu voru á heilsufar fólks.

Jafnframt er dregin upp mynd af heilsufari fyrir daga vatnsveitunnar. Að auki er fjallað um útbreiðslu hreinlætistækja, almenningsfræðslu og viðhorfsbreytingar í garð þrifnaðar á fyrri hluta 20. aldar.

Verkið var unnið í samvinnu SSf og Sagnfræðideildar H.Í.

Fjármögnun: Orku- og umhverfissjóður OR styrkti verkefnið.
Anna Dröfn Ágústsdóttir vann rannsóknina sem lokaverkefni til meistaraprófs í sagnfæði, sem hún lýkur 2011.

Leiðbeinendur:
Dr. Guðmundur Jónsson prófessor
Dr. Ólöf Garðarsdóttir, dósent
Verkefnisstjóri:  Dr. Guðrún Pétursdóttir

Kynningar:
Anna Dröfn Ágústsdóttir, Guðmundur Jónsson, Ólöf Garðarsdóttir, Guðrún Pétursdóttir, Heilsuveitur - Skammtímaáhrif vatns -og fráveitu á heilsufar í Reykjavík. Ráðstefna Umhverfis- og orkurannsóknasjóðs Orkuveitu Reykjavíkur, Reykjavík  14.maí 2010

Anna Dröfn Ágústsdóttir

Útvarpsþáttur um um upphaf vatns- og fráveitu í Reykjavík. Megináhersla er á útbreiðslu vatnssalerna. Í kjölfar vatns- og fráveitu batnaði þrifnaður í Reykjavík til muna. Viðmælendur í þættinum eru Ragnheiður Jónsdóttir og Hannes Arngrímsson.
Fólk og fræði RUV 7. mars 2011

Meistararitgerð Önnu Drafnar Ágústsdóttur, Vatnaskil. Áhrif vatns- og fráveitu á heilsufar Reykvíkinga 1890-1940, Hugvísindasvið Háskóla Íslands, 2010.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is