Stýrihópur um loftgæði og lýðheilsu

Sameiginlegur stýrihópur heilbrigðisráðuneytis og umhverfisráðuneytis til að koma á fót samstarfsvettvangi um loftgæði og lýðheilsu var skipaður 26. ágúst 2010.

Hlutverk stýrihópsins er:
Söfnun upplýsinga um loftgæði ásamt mati á áhrifum loftmengunar á heilsu fólks á Íslandi og þá sérstaklega barna og ungmenna. Mat á merkivísum sem gefa slíkar upplýsingar og þar með möguleika á að geta vaktað hvort tveggja á sýnilegan hátt.

Að setja fram tímasetta áætlun með mælanlegum skrefum til þess að bæta loftgæði og draga úr áhrifum mengunar á börn.
Að huga að fræðsluefni fyrir markhópa - sér í lagi fyrir ungbarnavernd, skólakerfið og foreldrafræðslu.

Í stýrihópnum eru:
Stefán Einarsson, sérfræðingur, fulltrúi umhverfisráðuneytisins, formaður
Valgerður Gunnarsdóttir, sérfræðingur, fulltrúi heilbrigðisráðuneytis, varaformaður
Lilja Sigrún Jónsdóttir, læknir, fulltrúi Landlæknisembættisins
Hafsteinn Viðar Jensson, verkefnastjóri tóbaksvarna, fulltrúi

Lýðheilsustöðvar
Árný Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlitsins, fulltrúi umhverfissviðs Reykjavíkurborgar
Guðrún Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Stofnunar Sæmundar fróða
Sigurður Þór Sigurðarson, yfirlæknir, fulltrúi SÍBS
Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur, fulltrúi Umhverfisstofnunar

Kynningar:    
Stefnt er að því að hópurinn skili skýrslu með tillögum að áframhaldandi aðgerðum í lok árs 2011.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is