Fiskveiðar eru ein meginstoð íslensks efnahags. Þessi atvinnugrein er þó með þeim hættulegustu sem til eru, og því er miklvægt að bæta öryggi sjómanna eins og kostur er. Forvarnir byggja á þekkingu og þjálfun. Því hefur SSf lagt áherslu á að bæta þekkingu á því hvernig og við hvaða aðstæður slys verða um borð í skipum. Áhersla hefur einnig verið lögð á að bæta þjálfun sjómanna, bæði hér heima og erlendis.
Verkefni SSf um öryggi á sjó eru einkum á eftirtöldum sviðum:
- Samræmdur og ítarlegur gagnagrunnur um slys á sjó
- Rannsóknir á aðstæðum og eðli slysa á sjó
- Öryggisþjálfun sjómanna
- Öryggiskerfi um borð í fiskiskipum
- Stefna alþjóðasamtaka um öryggi á sjó
Upplýsingar veitir Dr. Guðrún Pétursdóttir framkvæmdastjóri SSf, Háskóla Íslands gudrun@hi.is
Almennar kynningar
Öryggismál sjómanna á Íslandi
Guðrún Pétursdóttir Erindi á ráðstefnunni Sikkerhed, Arbeidsmiljö og Helse for Fiskere á vegum Norrænu Ráðherranefndarinnar, Kaupmannahöfn 3-4 júní 1998
Orsakakeðja
Guðrún Pétursdóttir
Sjómannadagsblað Grindavíkur 2002
Öryggi á sjó
Guðrún Pétursdóttir. Bókarkafli í Frá innsæi til inngripa, um rannsóknir í hjúkrunarfræði Háskólaútgáfan 2006