Náttúruhamfarir og heilsa

Á  síðustu öld urðu 65 sinnum náttúruhamfarir á Íslandi, sem ollu eignatjóni og/eða urðu mönnum að aldurtila. Meira en 90 manns týndu lífi, og eru þá ekki taldir þeir sem urðu úti eða fórust á sjó.

Þótt eldgos væru langtíðust, fórust 9 af hverjum tíu í snjóflóðum.
Almannavarnir hér á landi eru vel skipulagðar og skilvirkar og eru fyrstu viðbrögð við leit og björgun með því besta sem gerist.

Hins vegar er það aðeins á síðustu árum sem athygli hefur verið beint að langtímaáhrifum náttúruhamfara, og að því hvernig best verður staðið að endurreisn samfélaga eftir stóráföll.

SSf hefur staðið að rannsóknum á þessu sviði, annars vegar að langtímaviðbrögðum við náttúruhamförum, og einkum að þætti sveitarstjórna í því ferli, og hins vegar  að rannsóknum á áhrifum eldgosa á heilsu.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is