Loftgæði og lýðheilsa

Sameiginlegur stýrihópur heilbrigðisráðuneytis og umhverfisráðuneytis til að koma á fót samstarfsvettvangi um loftgæði og lýðheilsu var skipaður 26. ágúst 2010.

Hlutverk stýrihópsins er:

 • Söfnun upplýsinga um loftgæði ásamt mati á áhrifum loftmengunar á heilsu fólks á Íslandi og þá sérstaklega barna og ungmenna. Mat á merkivísum sem gefa slíkar upplýsingar og þar með möguleika á að geta vaktað hvort tveggja á sýnilegan hátt.
 • Að setja fram tímasetta áætlun með mælanlegum skrefum til þess að bæta loftgæði og draga úr áhrifum mengunar á börn.
 • Að huga að fræðsluefni fyrir markhópa - sér í lagi fyrir ungbarnavernd, skólakerfið og foreldrafræðslu.

Í stýrihópnum eru:

 • Stefán Einarsson, sérfræðingur, fulltrúi umhverfisráðuneytisins, formaður
 • Valgerður Gunnarsdóttir, sérfræðingur, fulltrúi heilbrigðisráðuneytis, varaformaður 
 • Lilja Sigrún Jónsdóttir, læknir, fulltrúi Landlæknisembættisins
 • Hafsteinn Viðar Jensson, verkefnastjóri tóbaksvarna, fulltrúi Lýðheilsustöðvar
 • Árný Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlitsins, fulltrúi umhverfissviðs Reykjavíkurborgar
 • Guðrún Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Stofnunar Sæmundar fróða
 • Sigurður Þór Sigurðarson, yfirlæknir, fulltrúi SÍBS
 • Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur, fulltrúi Umhverfisstofnunar

Kynningar:     
Hópurinn skilaði verkefninu af sér í apríl 2013 með ritinu Loftgæði og lýðheilsa, sem kynnt var á opnu málþingi  í Nauthóli.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is