Loftgæði og heilsa

Að undanförnu hefur mikið verið fjallað um samband loftgæða og heilsu. Það á bæði við um áhrif náttúruhamfara, eins og öskufall af völdum eldgosa, og áhrif mengunar eins og svifryks, ekki síst í þéttbýli þar sem bílaumferð er þung.

Almenningur er að vakna til vitundar um áhrif loftgæða á heilsu og er viðbúið að þrýstingur aukist á aðgerðir til að draga úr loftmengun og þeim skaða sem hún getur valdið. Til þess að slíkar aðgerðir verði markvissar og hafi tilætluð áhrif, verða þær að byggjast á skilningi á sambandi loftgæða og heilsu. 

Stofnun Sæmundar fróða hefur komið að ýmsum verkefnum á þessu sviði, þeirra helst eru:

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is