Gagnagrunnur um slys á sjómönnum

Eitt brýnasta verkefnið til að bæta forvarnir slysa á sjó er að setja saman áreiðanlegan gagnagrunn um slys á sjómönnum.  Rannsóknarnefnd sjóslysa (RNS), Siglingastofnun Íslands, Bráðamóttaka LSH og síðast en ekki síst Hilmar Snorrason skipstjóri og skólastjóri Slysavarnarskóla sjómanna,  búa yfir miklum upplýsingum um slys á sjó, en slíkar upplýsingar er víðar að finna, t.d. hjá Sjúkratryggingum Íslands (áður Tryggingastofnun ríkisins), tryggingarfélögum, heilsugæslustöðvum og sjúkrahúsum o.s.frv.

Banaslys eru og hafa verið vel skráð og rannsökuð, en ekki  er til jafn gott yfirlit yfir önnur slys til sjós.

Slys sem tilkynnt voru  RNS 2009 voru 24% af fjölda tilkynninga til Tryggingarstofnunar ríkisins um slys á sjó. Ekki hefur verið farið yfir hvaða slys voru tilkynnt til beggja aðila, og því í raun ekki vitað hver
raunverulegur fjöldi slysa er. Einnig hefur greining slysa með tilliti til staðsetningar, áverka o.s.frv. ekki verið nægilega ítarleg eða ekki nýtt til fullnustu. Hér er því rúm fyrir umbætur.

Í verkefninu verður þessum gögnum safnað og þau sett upp í aðgengilegan gagnagrunn, sem vistaður verður á vegum Rannsóknarnefndar sjóslysa.

Markmið með verkefninu era ð setja saman gagnagrunn sem hægt er að nýta til rannsókna og auðveldar
greiningu slysaflokka, ástæður slysa, hverjir verða fyrir þeim og hvar þau eiga sér stað.

Þessar greiningar verða nýttar  til forvarna m.a. með því að varpa ábyrgðinni á þá sem geta gripið til aðgerða.  Einngi má nota þessar upplýsingar í til  að greina slysahæstu útgerðir eða  slysahæstu skip, og jafnframt þau þar sem slys verða sjaldan, svipað og “slysalausir dagar” í verksmiðjum
RNS og Siglingastofnun geti fylgst með þróun allra slysa milli ára og slysaflokka og unnt sé að fá heildarmat á umfangi slysa á sjó og kostnaði  þeirra  fyrir samfélagið.

Verkefnið er unnið á vegum Siglingastofnunar Íslands og Rannsóknarnefndar sjóslysa.
 
Verkefnisstjórn

  • Gísli Viggósson, deildarstjóri á Siglingastofnun Íslands
  • Guðrún Pétursdóttir framkvæmdastjóri Stofnunar Sæmundar fróða
  • Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysavarnarskóla sjómanna
  • Jón Bernódusson,  verkfræðingur Siglingastofnun Íslands
  • Jón Arilíus Ingólfsson, forstöðumaður Rannsóknarnefndar sjóslysa

 
Tryggvi Hjörvar meistaranemi í verkfæði vinnur að verkefninu

Fjármögnun: Siglingastofnun Íslands styrkir verkefnið, verkefnissstjórn vinnur á kostnað sinna stofnana og Háskóli Íslands leggur til aðstöðu.

Verkefnisstjóri: Guðrún Pétursdóttir

Kynningar :
Fjöldi kynninga fyrir hagsmunaaðila, en einnig

Fatal accidents in the Icelandic fishing fleet 1980- 2005
Guðrún Pétursdóttir og Tryggvi Hjörvar, International  Maritime Health,58:47- 58,Gdynia, 2007

Towards a National Maritime Accident and Injury Database
Hjörvar  T, Mogensen B, Petursdottir G, Sigvaldson K, Snorrason H.
4th Conference on International Fisheries Industry Safety and Health , Reykjavik May 10-14 2009

 

ICEMAID
Icelandic Marine Accident and Injury Database
Guðrún Pétursdóttir og Tryggvi Hjörvar
Hjúkrun – öryggi-gæði – forvarnir. 
29.-30. Sept.2011 Akureyri, 
ICEMAID
Icelandic Marine Accident and Injury Database
Guðrún Pétursdóttir og Tryggvi Hjörvar
Þjóðarspegillinn – rannsóknir á Félagsvísindasviði
Háskóla Íslands, 28.október 2011

 

ICEMAIDIcelandic Marine Accident and Injury DatabaseGuðrún Pétursdóttir og Tryggvi HjörvarHjúkrun – öryggi-gæði – forvarnir. 29.-30. Sept.2011 Akureyri, 

ICEMAIDIcelandic Marine Accident and Injury DatabaseGuðrún Pétursdóttir og Tryggvi HjörvarÞjóðarspegillinn – rannsóknir á FélagsvísindasviðiHáskóla Íslands, 28.október 2011

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is