Ágengar tegundir í landgræðslu

Ágengar aðfluttar tegundir hafa verið taldar meðal stærstu áhrifaþátta hnattrænna umhverfisbreytinga. Fjölmörg dæmi eru til um neikvæð áhrif ágengra tegunda á vistkerfi og efnahag landa. Ágengar tegundir eru taldar einn stærsti áhrifavaldurinn í útrýmingu tegunda, ekki síst í ferskvatnsvistkerfum og á eyjum, auk þess sem þær geta leitt til einsleitari vistkerfa.

Aukin þekking á ágengum tegundum og hvernig hægt er að bregðast við þeim er þess vegna afar mikilvæg svo draga megi úr neikvæðum áhrifum þeirra. Fáar rannsóknir eru til um slíkt á Íslandi, og nær eingöngu vistfræðilegar, og stefnan hefur enn ekki veriðmótuð í þessum mikilvæga málaflokki.

Samstarfs:  SSf og Landgræðslu ríkisins, einnig samstarf við UST og SEEDS

Verkhópur:
Guðmundur Ingi Guðbrandsson (SSf),
Kristín Svavarsdóttir (Lr)
auk annarra áLr og innan HÍ

Fjármögnun:  Hefur hlotið forverkefnisstyrk Ranníss
 

Verkefnisstjóri:
Guðmundur Ingi Guðbrandsson

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is