Verkefni Stofnunar Sæmundar Fróða á sviði náttúruauðlinda endurspegla það að stofnunin varð til við samruna Sjávarútvegsstofnunar og Umhverfisstofnunar Háskóla Íslands árið 2006.

NORDRESS er víðtækt og þverfræðilegt verkefni. Fjöldi vísindamanna og stofnana á Norðurlöndum munu vinna að því á næstu fimm árum, en stærstur hluti verkefnisins verður unninn á Íslandi. 

Íslendingar búa við óblíða náttúru, bæði í veðurfari og vegna náttúruhamfara sem eru tíðar. Fiskveiðar hafa verið undirstaða efnahagslegs sjálfstæðis þjóðarinnar og rannsóknir sýna að þær eru ein hættulegasta starfsgrein sem til er. Í samræmi við þetta rannsakar Stofnun Sæmundar fróða áhrif umhverfis á heilsu á þessum sviðum.

Orka, öflun hennar, miðlun og nýting eru meðal þeirra atriða sem mestu skipta í sjálfbærri þróun. Stofnun Sæmundar fróða fæst við ýmis svið orkurannsókna.

Staðsetning

GimliStofnun Sæmundar fróða er staðsett á 3. hæð í Gimli, Háskóla Íslands. Skrifstofa forstöðumanns er Gimli 321.

Hver var Sæmundur fróði?

Sæmundur fróði Sigfússon (1056 – 22. maí 1133) var einn helsti fræðimaður sinnar tíðar og sennilega fyrsti Íslendingur sem sótti sér menntun erlendis. Hann dvaldi  langdvölum ytra, að sögn við Svartaskóla. Mönnum ber ekki saman um hvar sá skóli var, í norðurhluta Frakklands eða í Þýskalandi, en víst er að hann nam ekki við Sorbonne í París, því sá skóli var ekki til á þessum tíma. Read more about Hver var Sæmundur fróði?

Sjálfbærni og umhverfi

Árið 2012 samþykkti háskólaráð nýja sjálfbærni- og umhverfisstefnu fyrir Háskóla Íslands og í kjölfarið var skipuð nefnd til að vinna að framkvæmd stefnunnar. Ákveðið var að setja upp vefsíðu sem á að vera vettvangur þar sem hægt væri að fræðast um sjálfbærni- og umhverfismál innan skólans. Á vefnum er notendum jafnframt boðið að leggja inn hugmyndir um málaflokkinn. Smellið hér til þess að fara á vefsíðuna um sjálfbærni og umhverfi í HÍ.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is