Staðsetning

GimliStofnun Sæmundar fróða er staðsett á 3. hæð í Gimli, Háskóla Íslands. Skrifstofa forstöðumanns er Gimli 321.

Um stofnunina

Stofnun Sæmundar fróða við Háskóla Íslands er rannsókna- og kennslustofnun á sviði sjálfbærrar þróunar og þverfræðilegra viðfangsefna.

Umhverfi, samfélag og efnahagur eru þrjár meginstoðir sjálfbærrar þróunar og rannsóknir á þessu sviði ná því til margra fræðigreina.

Stofnun Sæmundar fróða er ætlað að efla  þverfræðilegar rannsóknir innan Háskóla Íslands og  samstarf við aðra aðila innanlands og utan. Stofnunin stendur einnig fyrir málþingum og fyrirlestrum á sviði umhverfismála og starfsfólk hennar kemur að kennslu á ýmsum sviðum háskólans. Read more about Um stofnunina

Sjálfbærni og umhverfi

Árið 2012 samþykkti háskólaráð nýja sjálfbærni- og umhverfisstefnu fyrir Háskóla Íslands og í kjölfarið var skipuð nefnd til að vinna að framkvæmd stefnunnar. Ákveðið var að setja upp vefsíðu sem á að vera vettvangur þar sem hægt væri að fræðast um sjálfbærni- og umhverfismál innan skólans. Á vefnum er notendum jafnframt boðið að leggja inn hugmyndir um málaflokkinn. Smellið hér til þess að fara á vefsíðuna um sjálfbærni og umhverfi í HÍ.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is